Viltu auglýsa á RIFF?

Mögulegt er að kaupa auglýsingar hjá RIFF, bæði fyrir kvikmyndasýningar sem og kynningarbæklinga. Óhætt er að fullyrða að áhorfendahópur RIFF sé fjölbreyttur en 30 þúsund sæti vorru seld á síðustu hátíð. 
 
Fyrir áhugasama er hægt að senda póst á marketing@riff.is. Einnig er hægt að hringja á skrifstofu RIFF í síma 411-7055.  
 

Programme anounced in september

Are you ready? The programme for Reykjavik International Film Festival will be anounced two weeks before the festival starts in September.
 

Dagskráin tilkynnt í september

Eru þið tilbúin? Dagskrá Riff verður tilkynnt tveimur vikum fyrir hátíðina, eða snemma í september næstkomandi. Fylgist því vel með.
 

Sundbíó

Komdu í sund og horfðu á bíó. Rætt verður við leikstjóra í heita pottinum auk þess sem hægt verður að baða sig í ljóma kvikmyndanna. Árlegt sundbíó RIFF verður haldið í byrjun október.
 
 

Gjafakort RIFF

Viltu gleðja skyldmenni sem fer aldrei í bíó lengur? Eða bara hvern sem er? Hægt er að kaupa gjafabréf á RIFF hátíðina sem fer fram þann 25. september – 5. október 2014. 
Hægt er að kaupa bæði hátíðarpassa sem gildir fyrir handhafa passans á allar hefðbundnar kvikmyndasýningar RIFF og síðan klippikort sem gildir á 8 kvikmyndasýningar að eigin vali. Nánar hér.

Tryggðu þér passa

Vissirðu að þú getur keypt þér passa og klippikort á RIFF strax í dag? Ekki missa af kvikmyndaupplifun ársins. 

Mike Leigh á RIFF

Hinn virti breski leikstjóri Mike Leigh verður heiðursgestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem hefst 25. september næstkomandi. Hann tekur við  heiðursverðlaunum RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar á Bessastöðum þann 1. október. Eins og fyrri ár, er það Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson sem afhendir þau. Meðal fyrri heiðursgesta RIFF eru Lukas Moodyson, Milos Forman og Jim Jarmusch.
 

Sólstafir við Hrafninn flýgur

Þungarokksveitin Sólstafir flytur eigin tónsmíðar á kraftmikinn hátt við víkingamyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson. Með tónleikunum er þrjátíu ára afmæli kvikmyndarinnar fagnað. Miðasala er hafin á midi.is http://midi.is/tonleikar/1/8441
 

Heimsfrægur rannsóknarblaðamaður á RIFF

Von er á einum frægasta rannsóknarblaðamanni veraldar hingað til lands í byrjun október. John Pilger mun koma á vegum miðstöðvar rannsóknarblaðamennsku á Íslandi í samvinnu við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF). Heimildamynd hans, Ósýnilega stríðið (e. The War you don´t see), verður sýnd af þessu tilefni á hátíðinni auk þess sem hann mun ræða um flókin tengsl fjölmiðla og stríðs á málþingi RIFF sem ber yfirskriftina: Stríð og friður. Pilger hefur meðal annars verið mjög iðinn við að gagnrýna stríðsrekstur stórvelda heimsins auk þess sem hann hefur fjallað mikið um frumbyggja í Ástralíu og stöðu þeirra.

Steig sín fyrstu spor hjá RIFF

Knott
Breski kvikmyndagerðarmaðurinn Matthew Hammett Knott kom til Íslands árið 2012 og tók þátt í kvikmyndasmiðju RIFF hátíðarinnar (Talent lab). Hann sigraði það árið og fékk gullna eggið fyrir stuttmynd sína, Á þessari eyju (e. On this Island). Hann steig því sín fyrstu spor sem kvikmyndagerðarmaður á vegum kvikmyndasmiðju RIFF. 
 

Áttu mínútu?

Stilla úr mínútumyndinni Breathe.
Hefur þú einhverntímann látið dáleiðast af dimmbláu hafinu og hlustað á sefandi öldurnar sækja að landi?  Eða horft til himins, á margbreytilegan bláman sem býr í himinhvolfinu, og velt því fyrir þér hversu ósanngjarnt það er að geta ekki borðað dúnmjúk skýin. Við viljum að þú fangir þetta augnablik. 
 

Error message

Mínar myndirMY Films